Griftetal - Minningar orð
Ingibjörg Þórdís Sigurðardóttir
f. 07. 09. 1957 - d. 09.03. 2005.
Gislaveds kyrkju
21 mars 2005
Þytt úr miningarorði sem
presturinn gerði við jarðaför.
Översett griftetal som prästen gjorde från Svenska till Isländska.
Präst: Ingemar
Nilsson
Ingibjörg hefur flutt aftur. Í fyrra
skiptið flutti hún frá Íslandi til Svíþjóðar. Ég sem hef
aldrei flutt lengra en 25 mílur á í smá erfiðleikum með að
skilja hvaða hugsanir bærðust með henni og fjölskyldunni,
þegar þið fluttuð í nýtt land, öðruvísi menningu, nýtt
tungumál og margt annað. Ingibjörg hugsaði kannski um stóra
ævintýrið, hvaða framtíð eignumst við í Svíþjóð, nýja
landinu? Þar finnst hugsunin um vinnu, og að eignast nýtt
heimili, nýja vini, nýja vinnufélaga og einnig nýjar
upplifanir. Hún gerði hvað hún gat til að fá vinnu og gott
líf í Svíþjóð fyrir sig og fjölskylduna.
En að flytja
í nýtt land þýðir líka að ljúfa verður tengsl, fara langt
frá ættingjum og vinum jafnvel þó að maður geti með síma og
nú Netinu geti hist og haft samskipti. Það getur verið þungt
og erfitt að klippa á ræturnar til að vita hvort vængirnir
beri mann. Ef ekki getur maður jú flutt til baka. Svo var
það kannski ekki meiningin að dveljast í Svíþjóð alla tíð,
en þannig varð það reyndar fyrir Ingibjörgu. Fjölskyldan
stækkaði. Hún fékk vinnu og vini. Ræturnar byrjuðu að festa
sig í sænskri jörð og það yrði ekki auðvelt að flytja aftur
heim.
En samt sem
áður hefur Ingibjörg flutt einu sinni enn. Dauðinn er á sinn
hátt tlutningar. Og einmitt núna eigum við erfitt með að
finna nokkra þýðingu með þessum tlutningum. jafnvel þó að
við vitum að tækifæri Guðs felast líka í sársauka dauðans. Á
miðjum aldri, á sínum besta aldri þegar fjölskyldan
þarfnaðist hennar hvað mest, flutti hún. Líf hennar fékk
snöggan endi í erfiðum sjúkdómi. Eina huggunin er að hún
sleppur við veikindi og þjáningar. En okkur sem eftir erum
liður illa í hjartanu þegar við söknum hennar. Við syrgjum.
En kannski
getur áhugi hennar á að spila bingo samt sem áður hjálpað
okkur að horfa fram á vegin, eins og við gjarnan gerum í
kirkju og heimi trúarinnar. Þegar við hugsum um sorgina og
það slæma sem gerst hefur, getur manni fundis að Ingibjðrg
hafi veðjað öllu á örfáar bingoraðir. En engin röð gaf
nokkuð í aðra hönd. hún tapaði öllu.
Samt. í
heimi trúarinnar er það öfugt. Við sjáum það um páskana.
Þessi vika kallast dyrnbilvika. við fylgjum Jesú á leið inn
í þjáningar og dauða. En Þegar hann er negldur á krossinn á
tOstudaginn langa lítur það út fyrir að illskan hafi hrósað
sigri.Það eru mörg þung orð sem falla í garð Jesú. En
páskadagurinn hefur annan boðskap: Jesús lífir!
Lærisveinarnir heyra að Jesú lifi. Þeir fá að hitta hann
aftur. Þeir þekkja hann aftur þegar hann brýtur brauðið með
þeim einmitt eins og hann gerði með þeir við síðustu
kvölmáltíðina áður en hann dó. Já það sem leit út eins og
stærsti ósigur Jesú varð sigur yfir því illa og upprisa
eilífs lífs í dýrðinni.
Hugsið ykkur
ef það er þannig líka fyrir Ingibjörgu? Ekki því að ég viti
hvort maður hrópar bingó á himninum. en ef maður verður
glaður yfir bingóvinningi á jörðinni, þá er það eiginlega
bara grín miðað við þá stórfenglegu gleði sem bíður á himni.
Og ég vil trúa því að þessi vinningur eigi við um hana.
Postulinn Páll skrifar í rómarbréfi:
"Vitið þið þá ekki að allir sem skírðir
hafa verið í Jesú Kristi hafa líka verið skírðir í dauða
hans? Gegnum skírnina höfum við dáið og verið grafin með
honum þvi að við ætlum líka að lifa nýju lífi, eins og
Kristur reis upp frá dauðum vegna miskunar föðurins. Því
höfum við orðið eitt með honum, með því að deyja eins og
hann verðum víð líka sameinuð með honum og rísum upp eins og
hann" (Róm 6:3-5)
Þess vegna
getur líka Páll alltaf ritað til syrgjandi manneskja: .,Við
viljum að þið vitið hvernig það gengur með þá sem látast.
svo að þið þurfið ekki að syrgja eins og aðrir. þeir sem
eiga enga von. Ef Jesús hefur dáið og risið upp. sem við
trúum. þá mun Guð einnig með Jesú færa þá dánu til hans" (Þess
4:13-14)
Þessi orð
gefa okkur vissulega ekki Ingibjörgu til baka. Ekki heldur
gerir það lífið glaðara með kraftaverki. En loforðið og
vonin finnst þar þrátt fyrir það. Við megum trúa því að hún
hefur nú fengið að flytja heim í þann himinn sem einu sinni
stendur opinn fyrir okkur öll með trúnni á Jesús Kristi
herra okkar. Við getum glaðst yfir því að fá að upplifa það
sama og hún þegar við flytjum úr þessum heimi. Þar finnst
hvorki sorg né dauði, bara allt það dásamlega sem Guð gefur
í nýja himneska lífinu.
Í þessum
flutningum erum við ekki ein, hvorki við eða Ingibjörg. Nei
það er satt
sem stendur í 23. sálmi í ... sálmur
eftir Davíð
,,Herrann er
minn hirðir mig mun ekkert bresta
Á grænum grundum…..”
Við hlustum á þennan sálm á íslensku,
móðurmáli Ingibjargar og látum sama öryggi umleika okkur
bæði í lífi og dauða. Í Jesú nafni. Amen
|